26 July 2010

Mósaík Mánudagur

Uppáhalds heklarinn minn í ÖLLUM heiminum er án efa
Sarah London!
Ég held það sé ekkert sem þessi kona getur ekki heklað!
Mæli eindregið með því að allir skellir sé á Flickr hennar
og skoði það óendanlega flotta hekl sem hún er að gera!



1. rug, 2. wool eater blanket in progress, 3. larksfoot stitch, 4. rose, 5. Untitled, 6. joining granny squares, 7. Untitled, 8. squiggle crochet, 9. irish rose, 10. Untitled, 11. hawaiian flowers, 12. Untitled, 13. Untitled14. Not available15. Not available16. Not available

25 July 2010

Litlar blúndur

Eftir að ég bloggaði um hvítar blúndur í Mósaík Mánudegi fór ég í Mólý og keypti mér bómullargarn - ætti frekar að kalla þetta tannþráð - og nál nr. 1,25. Ég var smá stressuð yfir að hekla með svona lítilli nál. En svo gekk það bara glimmrandi og er alls ekkert erfitt þótt þetta sé svona lítið.

En afþví að ég hekla svo fast þá hefur allt sem ég hef heklað orðið frekar lítið c",)

Ég fékk uppskriftin af Hearts Desire Doily hér á Ravelry.

Ég fékk þessa uppskrift líka af Ravelry hún heitir Sunflower shadow.
Mér finnst hún ekkert smá sæt...en ég gæti kannski frekar notað dúkinn sem glasamottu.

Þessa mini dúllu fékk ég úr einni bók sem ég á eftir Edie Eckman.


Bókin hennar Edie er svo æðisleg að því leiti að hún hefur uppskriftirnar á tvo vegu. Hún skrifar uppskriftina OG hún er með uppskriftina teiknaða upp með hekl táknum.
Hekluð tákn eru eitt það æðislegasta sem ég hef uppgötvað lengi. Það er svo þægilegt að geta horft bara á mynd og séð hvernig á að hekla. Og það besta við þessi tákn er að þau eru alþjóðleg. Það skiptir engu máli á hvaða tungumáli uppskriftin er - ef það eru tákn þá getur mar heklað það!

24 July 2010

Føroysk Bindingarmynstur

Hún amma gamla á þessa gordjöss bók með bindingamynstrum aka prjónamynstrum. Þetta er saman safn af klassískum Færeyskum prjónamynstrum og bók sem ég alveg hreint elska. Í mörg ár hef ég horft á hana og óskað þess að ég hefði meira gaman af því að prjóna svo ég gæti notað þessa bók. Amma hefur t.d. gert marga æðislega vettlinga með þessum mynstrum. En það þýðir ekki að gefast upp. Svo heilapaddan mín síðustu daga hefur verið að gera mér heklaðar gardínur í eldhúsið hjá mér og notast við þessa bók til að gera mynstur.

Bókin er gefin út í Þórshöfn 1949 af Hans M. Debes og er tileinkuð Majestæt Dronning Alexandrine, sem er amma Margrétar Danadrottningar.

"Í Føroyum hevur altíð verið bundið nógv, og ikki hevur ullin trotið..."


"Savnið inniheldur 143 mynstur, íð øll - tey mynstur, íð nýtt verða til konufólka- og mannstoyggjur til thjódbúnan undantikin - hava nøvn. Hesi nøvn, eitt nú Kettunøs, Tímaglas, Hálvmáni, Heila- og Hálva stjørna o.s.fr., vísa okkum á, hvussu forfedur okkara gjøgnum tíðirnar hava sitið og skapað mynstur eftir hartil hóskandi tingum."

Það sem ég er að gera er í svipuðum dúr og þessi peysa.

Ég blandaði saman þessum tveim Konufólkatroyggjumynstur í mitt eigið...

...sem lítur svona út c",)
Hæfileikar mínir sem mynsturteiknari eru svakalegir

Þetta gengur frekar hægt fyrir sig. Og enn er ég ekki viss hvað mér finnst almennilega um þetta. Ég er mikið fyrir að hekla fast og þétt...og finnst þetta frekar laust í sér hjá mér. En mér er sagt að þetta eigi eftir að þétta sig hjá mér þegar ég þvæ það.
Kemur allt í ljós.
Ég á pottþétt eftir að setja inn fleiri myndir þegar verkefnið er komið á lengri veg.

20 July 2010

Kisur og Hekl

Ef það er e-ð sem á vel saman...svona oftast...þá eru það kisur og hekl. Hér eru all nokkrar myndir af stelpunum okkar, Guðmundu og Pöndu, og kettlingunum sem hún Panda átti um jólin.

















12 July 2010

Mósaík Mánudagur

Ég er voða skotin í hvítu blúndu hekli um þessar mundir og er ákveðin í að prófa að gera sjálf. Stefnan er sett á garnbúð þegar ég hef tíma til þess að kaupa mér garn (eða öllu frekar þráð) og pínu ponsu heklunál.

Í þessu mósaík er það sem hefur verið að rúlla í gegnum hausinn á mér síðustu daga. Þessar myndir finnst mér afskaplega fallegar og þær veita mér innblástur...og alltof mikið af hugmyndum c",)

10 July 2010

Smekkir Smekkir Smekkir

Ég er varla búin að hugsa um annað en "spike stitch" þessa dagana sem ég kýs að þýða sem "gadda spor". Ég hreinlega elska þetta spor. Það er hægt að gera svo geggjað mynstur með því...og það er alls ekki svo erfitt.

Ég ákvað að æfa mig á þessu spori með því að gera smekk úr afgangsgarni. Þetta er fyrsti smekkurinn sem ég gerði - bara eftir eigin höfði - mér finnst hann voða sætur en hann er kannski soldið stór.

Það er svona að eiga svona stóran strák að ég er löngu búin að gleyma öllum stærðum c",)

Mér fannst svoooo gaman að gera þennan smekk svo ég ákvað að gera fleiri. Gerði fyrst bláa smekkinn og ég bara varð ástfangin! Ég varð að gera meira meira meira. Fyrst kom bleiki og svo hvíti.

Sokkar og Húfa

Smátt og smátt er ég búin að vera að prófa mig áfram í hekli og reyna að komast út fyrir ferninginn. Það er hægt að gera svo miklu meira en bara teppi og dúllur úr hekli.

Ég fann uppskrift af sokkum á netinu og gekk svona glimmrandi vel að gera þá. Mér fannst þeir reyndar eilítið stórir svo ég var að hugsa hvernig ég gæti minnkað þá. Þá notaði ég Lanett garn og nál nr. 3. Ég sýndi mömmu þá með miklu stolti en komst þá að því að þetta voru alls ekki stórir sokkar heldur frekar litlir...eiginlega bara nýbura sokkar. Svo ég fór upp um nál og heklaði þessa sokka með nál nr. 3,5 á ullargarn úr Europris.

Mig langaði til að gera húfu og vettlinga í stíl. Vettlingarnir fóru algerlega úr böndunum og ég hef enn ekki náð að gera neina vettlinga sem ég er nógu skotin í til að vilja eiga.

En ég gerði eina húfu í svipuðum dúr og sokkarnir. Ég er ekki alveg viss hvað mér finnst um hana enn. Stundum finnst mér hún mjög fín...en stundum finnst mér hún alltof mikið. Miðað við að þetta er fyrsta húfan sem ég geri og eftir mínu eigin höfði þá er hún bara hin fínasta.